Tilvistin Sara Vilbergsdóttir fjallar um tilvistina í verkum sínum.
Tilvistin Sara Vilbergsdóttir fjallar um tilvistina í verkum sínum.
Vort daglegt brauð, sýning Söru Vilbergsdóttur, verður opnuð kl. 16 á morgun, sunnudag, í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Elsta verkið er unnið 2006, það yngsta varla þornað.
Vort daglegt brauð, sýning Söru Vilbergsdóttur, verður opnuð kl. 16 á morgun, sunnudag, í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Elsta verkið er unnið 2006, það yngsta varla þornað. Öll fjalla verkin um tilvistina í henni veröld og endurspegla nokkrar svipmyndir og vangaveltur úr ferðalagi Söru um lífið. Þau eru unnin með blandaðri tækni, í pappamassa, akríl og olíu svo eitthvað sé nefnt. Sara hefur starfað við myndlist, bæði að eigin myndsköpun og kennt börnum og fullorðnum í myndlistarskólum. Hún hefur haldið sýningar heima og erlendis og einnig unnið við dúettmálun með systur sinni, Svanhildi Vilbergsdóttur, undanfarin átta ár.