Litið um öxl er yfirskrift hádegistónleika í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15.
Litið um öxl er yfirskrift hádegistónleika í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Á tónleikunum, sem eru hluti af Óperudögum í Reykjavík, kíkja Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari í gamlar tónleikaskrár og setja saman efnisskrá úr vel völdum aríum og lögum sem þau hafa áður flutt á tónleikum. Að tónleikum loknum situr Bjarni fyrir svörum um þátttöku sína í Niflungahringnum í Kassel.