Fann pabba Feðginin John David Lambert og Kristín Jónsdóttir.
Fann pabba Feðginin John David Lambert og Kristín Jónsdóttir.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Kristín Jónsdóttir komst að því þegar hún var þrítug að hún hafði verið rangfeðruð. Þó hafði faðerni hennar verið staðfest með blóðflokkarannsókn og skjalfest af dómstólum á sínum tíma, árið 1971.

Eyrún Magnúsdóttir

eyrun@mbl.is

Kristín Jónsdóttir komst að því þegar hún var þrítug að hún hafði verið rangfeðruð. Þó hafði faðerni hennar verið staðfest með blóðflokkarannsókn og skjalfest af dómstólum á sínum tíma, árið 1971.

Eftir að hafa leitað í 18 ár að réttum föður sínum, sem hún vissi lítið um annað en að hann hefði verið hermaður og barist í Víetnam, fann hún hann loks í febrúar á þessu ári.

Þrátt fyrir að DNA-próf liggi fyrir, sem staðfestir að hann er sannarlega faðir hennar, og hann vilji gjarnan fá það staðfest er ekki hægt að skrá hann sem föður hennar í þjóðskrá og á fæðingarvottorð af þeirri ástæðu að móðir hennar er látin. Málið þarf að fara fyrir dóm en Kristín hefur þó ekki heimild til að sækja málið nema hún sé búsett hér á landi, en hún býr í Kanada.

„Ég er íslenskur ríkisborgari og hef alltaf verið stolt af því að vera íslensk, þótt ég búi ekki á Íslandi. Mín réttindi sem íslenskur ríkisborgari ættu að vera í gildi hvar sem ég bý,“ segir Kristín. Fjallað er um málið í Sunnudagsblaðinu.