Lestur Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, t.v., og Þórey Guðmundsdóttir félagsráðgjafar.
Lestur Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, t.v., og Þórey Guðmundsdóttir félagsráðgjafar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hef ekki fulla heilsu „Ég er á örorku vegna afleiðinga krabbameins. Ég var í námi eins og ég gat á meðan ég var að jafna mig eftir krabbameinið, fékk undanþágur og slíkt og tókst að klára nám og er komin með starfsréttindi í mínu fagi.

Hef ekki fulla heilsu

„Ég er á örorku vegna afleiðinga krabbameins. Ég var í námi eins og ég gat á meðan ég var að jafna mig eftir krabbameinið, fékk undanþágur og slíkt og tókst að klára nám og er komin með starfsréttindi í mínu fagi. Ég hef ekki fulla heilsu en einhverja og hef verið að vinna með bótunum til að geta náð endum saman. Auk þess langar mig að vinna... er að reyna að koma mér út á vinnumarkaðinn og get það vonandi eftir því sem heilsan batnar.“

Meðvirkni hverfur

„Hef sjaldan nennt að reyna að biðja um aðstoð því þegar ég hef bryddað upp á því er hent framan í mig að hann sé sko að borga meðlag og ætli ekki að taka þátt í neinu öðru. Barnsfaðir minn er fyrrverandi fíkill, ofbeldismaður með greinda siðblindu. Ég hef alltaf komið til móts við hann, reddað honum þegar illa gengur, sleppt honum við meðlag, afsakað hegðun hans. En sem betur fer er meðvirknin að hverfa hratt.“

Pasta og núðlur

„Maður getur líka verið fátækur með maka. Bara kaupa ódýrt sem dugar í marga skammta... pasta, spagettí og núðlur duga lengi. Nota eina bringu til að blanda við. Þá færðu eitthvert kjöt. Reyna að leggja til hliðar vegna lækniskostnaðar sem gæti komið fyrir. Keyra sem minnst og bara nota það sem nauðsynlegt er. Reyna frekar að labba í búðina. Skemmtun: Göngutúrar og reyna að fylgjast með hvað er frítt. Ég á þrjú börn og hef alltaf náð að gera það besta úr því litla sem við foreldrarnir höfðum.“