[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Baba ghanoush er ídýfa búin til úr eggaldini og afar góð með öllum miðausturlenskum mat eða ein og sér með pítabrauði. Fyrir 4-6 2 stór eggaldin 1/3 bolli tahini 3 msk. ferskur sítrónusafi 3 hvítlauksrif, skorin smátt 1 tsk.

Baba ghanoush er ídýfa búin til úr eggaldini og afar góð með öllum miðausturlenskum mat eða ein og sér með pítabrauði.

Fyrir 4-6

2 stór eggaldin

1/3 bolli tahini

3 msk. ferskur sítrónusafi

3 hvítlauksrif, skorin smátt

1 tsk. fínt salt

Til skreytingar:

2 tsk. ólífuolía

½ tsk. súmak

Ef þið eruð með gaseldavél, kveikið þá á tveimur brennurum og leggið sitt hvort eggaldinið beint ofan á eldinn. Þegar hýðið fer að dökkna og hrukkast er eggaldininu snúið á næstu hlið, en það tekur um tvær mínútur á hverri hlið. Snúið nokkrum sinnum þar til allt eggaldinið er orðið brúnt og dálítið brennt. Fyrir þá sem ekki eiga gaseldavél er hægt að steikja eggaldin á heitri þurri pönnu. Snúa reglulega og láta það brenna á öllum hliðum.

Setjið eggaldinið í skál og breiðið yfir með plasti. Látið það vera þar í fimm mínútur þar til hýðið fer að losna.

Takið hýðið af með fingrum og fjarlægið. Ef það er klístrað er gott að láta það undir rennandi kalt vatn og plokka það af. Setjið kjötið af eggaldininu í matvinnsluvél ásamt tahíní, sítrónusafa, hvítlauk og salti. Maukið þar til nokkuð slétt.

Setjið baba ghanoush í skál, hellið yfir olíunni, stráið súmak yfir og berið fram.