Kamilla Einarsdóttir
Kamilla Einarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég hélt vandræðalega lengi, fram eftir öllum aldri að djákni og böðull væru sama, hvað á maður að segja, starfið,“ segir Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður.

Ég hélt vandræðalega lengi, fram eftir öllum aldri að djákni og böðull væru sama, hvað á maður að segja, starfið,“ segir Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður.

„Ég hef sennilega eitthvað bara verið að rugla út af Djáknanum á Myrká eða eitthvað slíkt.

En alla vega, þá lenti ég svo í því eitt árið í jólaboði að systir pabba var nýskilin við manninn sinn og ég var svona eitthvað að spyrja hana út í hvernig hún væri að takast á við það og hún svaraði mér, alveg grafalvarleg, að hún væri á leiðinni í Háskólann til að læra að verða djákni og ég alveg hneig niður af hlátri. Mér fannst þetta svo óborganlega svartur húmor hjá þessari kærleiksríku og góðu föðursystur minni og dáðist svo að henni að segja mér svona svipbrigðalaust frá þessu.

Svo gekk ég um allan bæ og sagði fólki þessa að mér fannst ógeðslega fyndnu sögu. Ég fékk samt yfirleitt litlar undirtektir, en ég skrifaði það að sjálfsögðu bara á húmorsleysi hlustenda.

Svo í einhverri fermingarveislu nokkru síðar fer þessi sama frænka svo að segja frá því að hún sé farin að vinna á leikskóla og þar komi þetta djáknanám hennar að góðum notum og þá verð ég að viðurkenna að það fóru að renna á mig tvær grímur, því að þó að ég fíli svartan húmor finnst mér það ekkert rosa fyndið að fara að grínast með einhverjar barnaaftökur, það er svona smá yfir strikið.

Svo ég fór að gúgla betur. Það kemur í ljós að það er engum kennt að afhausa neinn í djáknanáminu í Háskóla Íslands og ég er með endalausan móral eftir að hafa gert svona grín að námsvali elsku frænku minnar sem hefur alltaf bara viljað láta gott af sér leiða.“