Dóra Jóhannesdóttir
Dóra Jóhannesdóttir — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar Dóra Jóhannsdóttir leikkona var sex ára hélt hún að tónlistarmaðurinn Michael Jackson væri að syngja um að hann væri rúm og þegar hann söng „You know I'm bad, I'm bad, you know it“ var hún viss um að hann væri að reyna að sannfæra alla...

Þegar Dóra Jóhannsdóttir leikkona var sex ára hélt hún að tónlistarmaðurinn Michael Jackson væri að syngja um að hann væri rúm og þegar hann söng „You know I'm bad, I'm bad, you know it“ var hún viss um að hann væri að reyna að sannfæra alla um að hann væri rúm.

Öllu verri er helsti misskilningur hennar á seinni árum:

„Þegar ég var nýflutt að heiman var ég algjörlega vanhæf í eldhúsinu. Ég drakk heldur ekki kaffi. Mágkona mín kom í heimsókn og ég hugsaði að ég ætti nú að bjóða henni upp á kaffi, án þess að hafa hugmynd um hvernig maður gerir það.

Þannig að ég setti hraðsuðuketil úr plasti í samband og svo ofan á hellu sem ég kveikti á. Svo sat ég að spjalli við mágkonuna þegar við fórum að finna mjög skrýtna lykt og sáum alveg bráðnaðan ketilinn ofan á eldavélinni.“