[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndir Það styttist í frumsýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem fjallar um sögu stórhljómsveitarinnar Queen. Vinna hófst við undirbúning myndarinnar árið 2010.
Kvikmyndir Það styttist í frumsýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem fjallar um sögu stórhljómsveitarinnar Queen. Vinna hófst við undirbúning myndarinnar árið 2010. Upphaflega hugmyndin var að Sacha Baron Cohen færi með hlutverk Freddies Mercurys en af því varð ekki. Árið 2016 var svo tilkynnt að Rami Malek hefði verið valinn í þetta vandasama hlutverk. Malek, sem er Bandaríkjamaður af egypskum ættum, vakti fyrst athygli fyrir túlkun sína á unga egypska farónum Ahkmenrah í myndunum Night at the Museum en hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hann hefur undanfarin ár leikið aðalhlutverk í dramaþáttunum Mr. Robot og unnið til verðlauna fyrir frammistöðu sína, meðal annars Emmy-verðlaun sem besti aðalleikari í dramaþætti. Myndin Bohemian Rhapsody hefur nú þegar verið forsýnd ytra og virðast gagnrýnendur á einu máli um að Malek fari sérlega vel með hlutverk Mercurys í myndinni, hann sé stjarna myndarinnar.