Skapandi Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Sigurgeir Agnarsson.
Skapandi Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Sigurgeir Agnarsson. — Ljósmynd/Þórunn Guðmundsdóttir
Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorák. Stjórnandi er Sigurgeir Agnarsson.

Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorák. Stjórnandi er Sigurgeir Agnarsson.

„Einleikari með hljómsveitinni að þessu sinni er Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, sautján ára fiðlunemi við MÍT. Hún stundar einnig nám við Menntaskólann í Reykjavík og lýkur þaðan stúdentsprófi í vor. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og masterklassa hérlendis og erlendis og sótt einkatíma hjá ýmsum kennurum,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að hún stundi söngnám hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í MÍT og ljúki framhaldsprófi í söng í nóvember. „Hún fór með sigur af hólmi í Söngkeppni MR í febrúar og keppti í kjölfarið í Söngkeppni framhaldsskólanna. Hún lék Kamillu í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu sjö ára gömul, hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum Herranætur og var í sigurliði MR í ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍs, árið 2016. Ragnheiður stefnir að burtfararprófi í fiðluleik frá MÍT í vor.“