Form Málverk eftir Þorstein Helgason.
Form Málverk eftir Þorstein Helgason.
Þorsteinn Helgason opnar sýninguna Tilbrigði í Gallerí Fold kl. 14 í dag, laugardag. Eins og Fold lýsir verkunum eru þau eins og litasprengjur á striga sem raðast upp í ljóðrænt landslag.

Þorsteinn Helgason opnar sýninguna Tilbrigði í Gallerí Fold kl. 14 í dag, laugardag.

Eins og Fold lýsir verkunum eru þau eins og litasprengjur á striga sem raðast upp í ljóðrænt landslag. Þau hafi sterka hrynjandi og litaflæði þar sem formin dansi á striganum, líkt og myndirnar geymi minningu um handtök málarans. Þá segir að kannski sé engin tilviljun að verk Þorsteins veki hugrenningar um tónlist, enda sé hann mikill áhugamaður um djass og semji sjálfur djasstónlist.

„Ég nota svipaða aðferð við að mála og að spila djass. Ég læt tilfinninguna ráða, en í upphafi byrja ég með hvítan striga og enga ákveðna hugmynd um hvað ég vil mála. Ég mála með tilfinningunum og gleymi mér í augnablikinu,“ sagði listamaðurinn, sem einnig er arkitekt. Mörg verka hans eru nafnlaus en bjóða áhorfandanum að móta og túlka sína eigin tilfinningu.