Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir fara með aðalhlutverkin í þáttunum.
Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir fara með aðalhlutverkin í þáttunum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sjónvarp Venjulegt fólk nefnist ný íslensk gamansöm sjónvarpsþáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Öll þáttaröðin er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium 2. nóvember næstkomandi.
Sjónvarp Venjulegt fólk nefnist ný íslensk gamansöm sjónvarpsþáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Öll þáttaröðin er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium 2. nóvember næstkomandi.

„Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þær, fjölskyldu og vini,“ segir í kynningu sjónvarpsstöðvarinnar.

Með aðalhlutverk í þáttunum fara þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem saman gerðu gamanþættina Þær tvær sem nutu vinsælda fyrir skemmstu. Auk þeirra eru Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backman í veigamiklum hlutverkum.

Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum en hann leikstýrir einnig þáttunum.