Geir Finnsson
Geir Finnsson — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hafandi farið í fyrsta skipti til útlanda til Portúgals þegar ég var tveggja ára skildi ég málin þannig næstu utanlandsferðir að Portúgal væri það sem við kölluðum að „lenda í útlöndum“,“ segir Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi og...

Hafandi farið í fyrsta skipti til útlanda til Portúgals þegar ég var tveggja ára skildi ég málin þannig næstu utanlandsferðir að Portúgal væri það sem við kölluðum að „lenda í útlöndum“,“ segir Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi og verkefnastjóri, um ýmiss konar misskilning æsku sinnar.

„Í forsetakosningunum 1996 var ég mjög veikur en krafðist þess að fara á kjörstað með móður minni, því ég leit þannig á málin að ég gæti kosið hana. Þannig virkuðu svona kosningar, var það ekki? Hún var reyndar ekki í framboði en maður lætur svoleiðis ekkert stöðva sig.“

Geir rétt hvíslar því að lokum, og ætlar að sleppa létt, að hann hafi haldið að börnin kæmu út um munninn.

„Jú, það var víst þannig. Ég sá það ljóslifandi fyrir mér að þetta yrði sérstök athöfn, nokkurn veginn svona: Móðirin kallar saman gesti í sínu fínasta pússi og svo gubbar hún barninu úr sér, „tadaaa!““