Ein útvalinna Ragnheiður Káradóttir.
Ein útvalinna Ragnheiður Káradóttir.
Listasafn Reykjavíkur hefur valið listamennina Emmu Heiðarsdóttur, Gunnar Jónsson, Ragnheiði Káradóttur og Steinunni Önnudóttur til að sýna í D-sal á næsta ári.

Listasafn Reykjavíkur hefur valið listamennina Emmu Heiðarsdóttur, Gunnar Jónsson, Ragnheiði Káradóttur og Steinunni Önnudóttur til að sýna í D-sal á næsta ári. Alls hafa 34 listamenn sýnt í salnum síðan safnið hóf að standa þar fyrir sýningum efnilegra listamanna árið 2007. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa þeim tækifæri til að vinna í fyrsta sinn að einkasýningu í opinberu listasafni og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins.

Í ár auglýsti Listasafn Reykjavíkur í fyrsta sinn eftir umsóknum um að sýna í D-sal á næsta ári. Ráðgerðar eru fjórar sýningar, en alls bárust yfir 130 umsóknir og því var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.

Með þátttöku í D-salar-röðinni gefst listamönnum tækifæri til að kynnast af eigin raun þeim innviðum sem opinbert listasafn styðst við í starfsemi sinni. Um leið opnast gestum safnsins innsýn í nýjar stefnur og strauma í samtímalist.