Stefán Pálsson
Stefán Pálsson — Morgunblaðið/RAX
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einn helsti síðari tíma misskilningur Stefáns Pálssonar sagnfræðings tengist Feneyjatvíæringnum. „Maður sér alltaf fréttir um Feneyjatvíæringinn.

Einn helsti síðari tíma misskilningur Stefáns Pálssonar sagnfræðings tengist Feneyjatvíæringnum. „Maður sér alltaf fréttir um Feneyjatvíæringinn. Sem ég gaf mér alltaf að héti eftir einhvers konar báti – tvíæringi, enda Feneyjar allar fullar af einhverjum síkjum og gondólum og svona. Löngu síðar fattaði ég að hann er haldinn annað hvert ár. Í hvert sinn sem ég segi þessa sögu fæ ég viðbrögðin: „Ég hélt þetta líka!“

Fyrir utan persónulegan misskilning þá er allt fullt af misskilningi okkar sem samfélags. Til dæmis talar allur heimurinn um Ferris Wheel sem herra Ferris bjó til og setti upp í Chicago en einhverjum Íslendingi misheyrðist líklega og þetta varð parísarhjól hjá okkur. Útlendingar borða passion fruit, sem vísaði í píslarsöguna og ætti að vera passíualdin, en við héldum að þetta hefði eitthvað með ástríður að gera og bjuggum til fávitalega orðið ástaraldin.“