Hera Hilmarsdóttir
Hera Hilmarsdóttir
Tölvurisinn Apple, sem er að hefja framleiðslu leikins sjónvarpsefnis fyrir Apple TV, hefur ráðið Heru Hilmarsdóttur í stórt hlutverk í þáttaröðinni See. Samkvæmt vefsíðunni denofgeek.
Tölvurisinn Apple, sem er að hefja framleiðslu leikins sjónvarpsefnis fyrir Apple TV, hefur ráðið Heru Hilmarsdóttur í stórt hlutverk í þáttaröðinni See. Samkvæmt vefsíðunni denofgeek.com eru þættirnir átta talsins, vísindaskáldskapur með dramatísku ívafi. Sagan gerist í framtíðinni þegar mannkynið hefur misst sjónina og neyðist til að finna nýjar aðferðir til að lifa af og eiga í samskiptum. Ástandið breytist þegar sjáandi tvíburar líta dagsins ljós. Leikstjóri er Francis Lawrence og Jason Momoa, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Game of Thrones, fer með hlutverk Baba Voss, hermanns, leiðtoga og verndara sem hræðist ekki neitt. Hera mun leika staðfasta móður að nafni Maghra.