Birgir Örn Steinarsson
Birgir Örn Steinarsson — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrir um það bil tuttugu árum var búið að bóka Maus til að spila á balli á Ólafsfirði en þetta var síðla hausts og veðurspáin leit ekki vel út, var raunar mjög slæm og fólki skipað að vera inni,“ segir Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur og...

Fyrir um það bil tuttugu árum var búið að bóka Maus til að spila á balli á Ólafsfirði en þetta var síðla hausts og veðurspáin leit ekki vel út, var raunar mjög slæm og fólki skipað að vera inni,“ segir Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur og tónlistarmaður.

„Ég næ samt að plata alla strákana í þetta; þetta væri ekkert mál og við bara myndum græja þetta. Ég fer í Exton og leigi tæki fyrir tugi þúsunda, hljómsveitarrútu og allir eru mjög efins, bílstjórinn líka, en ég gef mig ekkert. Á síðasta augnabliki, þegar allt er klappað og klárt, ég búinn að hálfsannfæra alla og við erum að ferja rútuna, eru menn enn að malda í móinn, enda smeykir. Ég segi bara: „Hvaða hræðsla er þetta eiginlega? Þetta er smábíltúr, rétt aðeins lengra en Borgarfjörður, út á Snæfellsnes.“ Það sló þögn á mannskapinn og ég gleymi ekki þessu erfiða augnabliki þar sem ég stóð á miðju gólfi og allir göptu. „En Biggi, Ólafsfjörður er ekki á Snæfellsnesi, hann er á Norðausturlandi.“ Ég man að tæknimennirnir horfðu undarlega á mig en sögðu ekki neitt, ég gekk bara afsíðis og reyndi að fela hvað mér þótti þetta vandræðalegt. Kom svo til baka og sagði borginmannlega: „Já, veðrið er nú svolítið slæmt, ég held við séum hættir við.“ Ég hef aldrei verið sá sleipasti í landafræði.“