Danska tískuskvísan Alexandra Carl þykir smart.
Danska tískuskvísan Alexandra Carl þykir smart.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvernig ætlar þú á að taka á móti þessum vetri? Það er ekki nóg að dæla bara í sig vítamínum, sofa nóg, fara í ræktina og allt það. Við þurfum að kunna að klæða okkur eftir veðri og vindum og ekki er verra að vera svolítið glóandi og litríkur. Marta María | mm@mbl.is

Góðu fréttirnar eru að hausttískan í ár er okkur, sem búum hér á hjara veraldar, hliðholl. Það hefur nefnilega sjaldan verið eins mikið úrval af djúsí ullarkápum úr allskonar efnum, hlýjum skræpóttum peysum og síðbuxum. Þetta þrennt fer svo sem nokkuð vel saman en svo má krydda með silkiblússum og jökkum, klútum, ljósum sólgleraugum og þar fram eftir götunum.

Hausttískan í ár er nefnilega ekki svört og grá, hún er munstruð og sniðin eru víðari en oft áður. Þetta er svolítið eins og við höfum stolist í föt mæðra okkar og séum átta ára en það er líka allt í lagi.

Konur sem elska síðbuxur sem ná upp í mittið geta sko aldeilis glaðst sig því slíkar buxur eru til í öllum litum í verslunum landsins og líka á internetinu. Auðvitað smellpassa fjöldaframleidd föt ekki alltaf alveg á mann en þá er um að gera að skokka út á næstu saumastofu og láta aðeins þrengja eða víkka, stytta eða bara hvað þarf hverju sinni svo flíkin verði eins og sérsniðin. Nú eða læra bara að sauma, það er náttúrlega ódýrast og best.