Þórdís Gísladóttir
Þórdís Gísladóttir
Menningarfélagið Druslubækur og doðrantar, sem hefur verið starfandi í áratug og haldið úti samnefndu bókabloggi á slóðinni bokvit.blogspot.com, býður í dag til upplestrarhátíðar í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14.

Menningarfélagið Druslubækur og doðrantar, sem hefur verið starfandi í áratug og haldið úti samnefndu bókabloggi á slóðinni bokvit.blogspot.com, býður í dag til upplestrarhátíðar í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14. Þar munu félagsmenn og vinir þeirra úr rithöfundastétt lesa upp úr bókum af ýmsu tagi: þýddum bókum og frumsömdum, barna- og unglingabókum, ljóðabókum, fræðibókum og skáldsögum. Dagskráin hefst kl. 17 og meðal þeirra sem lesa upp eru Þórdís Gísladóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Hildur Knútsdóttir.

Bækur verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á áritanir og léttar veitingar.