Óvissa Beitir NK á loðnuveiðum 2017.
Óvissa Beitir NK á loðnuveiðum 2017. — Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að á þessum árstíma hafi menn áður séð núll-loðnukvóta, en svo hafi fundist loðna upp úr áramótum.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að á þessum árstíma hafi menn áður séð núll-loðnukvóta, en svo hafi fundist loðna upp úr áramótum. Þá geri menn sér vonir um að niðurskurður verði ekki eins mikill í makríl og Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til í september.

„Svona er útlitið samt núna og það er ekki hægt að horfa framhjá þessari erfiðu stöðu og huga að aðgerðum til að bregðast við,“ segir Gunnþór.