Lömuð Sunna Elvíra tekst nú á við nýjan veruleika í hjólastól.
Lömuð Sunna Elvíra tekst nú á við nýjan veruleika í hjólastól. — Morgunblaðið/Eggert
„Þessi tími er svolítið í móðu hjá mér. Ég skil samt ekki hvernig ég komst í gegnum þetta. En undir lokin fékk ég taugaáfall á spítalanum.

„Þessi tími er svolítið í móðu hjá mér. Ég skil samt ekki hvernig ég komst í gegnum þetta. En undir lokin fékk ég taugaáfall á spítalanum. Þá gjörsamlega brotnaði ég niður, það var enginn sérstakur aðdragandi, það bara þyrmdi yfir mig, mér sortnaði fyrir augum og ég gat ekki dregið andann. Mér fannst ég vera að kafna og það spratt fram kaldur sviti. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Sunna Elvíra Þorkelsdóttir m.a. í viðtali í tímariti Smartlands sem kemur út í fyrsta sinn í dag.

Sunna komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni. Sunna Elvíra dvaldi í 12 vikur á spítala á Spáni, bæði í Malaga og í Sevilla.

Í dag er hún lömuð fyrir neðan brjóst og býr í sérútbúinni íbúð fyrir fatlaða ásamt dóttur sinni. Sunna hefur verið í endurhæfingu á Grensási og lýsir m.a. þeirri reynslu í viðtalinu. mm@mbl.is