— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í tilefni af allraheilagramessu þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði var minnst. Hófst athöfnin á stuttri helgistund í Dómkirkjunni kl.
Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í tilefni af allraheilagramessu þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði var minnst. Hófst athöfnin á stuttri helgistund í Dómkirkjunni kl. 18 og gengu gestir síðan saman í garðinn og lögðu kertaljós á leiði þar. Þeir Friðrik Ólafsson stórmeistari, Ómar Ragnarsson, Jörmundur Ingi Hansson og Kjartan Magnússon voru á meðal þeirra sem tóku þátt í stundinni.