Verðlaunuð Martha Nussbaum.
Verðlaunuð Martha Nussbaum.
Bandaríski heimspekingurinn og rithöfundurinn Martha Nussbaum hlýtur Berggruen-verðlaunin í ár og verða þau afhent í desember.

Bandaríski heimspekingurinn og rithöfundurinn Martha Nussbaum hlýtur Berggruen-verðlaunin í ár og verða þau afhent í desember. Verðlaunin eru veitt hugsuði sem þykir hafa haft mikil áhrif með hugmyndum sínum í síbreytilegum heimi, eins og það er orðað í frétt New York Times . Í verðlaunafé hlýtur Nussbaum eina milljón bandaríkjadala. Nussbaum er 71 árs og hefur skrifað yfir 40 bækur um ýmis efni, m.a. tilfinningar, stjórnmál og tengsl sígildra bókmennta við samtímann.

Nussbaum er prófessor í lögum og siðfræði við Háskólann í Chicago.