Heildarviðskipti með hlutabréf í október í Kauphöllinni námu 41,1 milljarði króna, eða tæplega 1,8 milljörðum á dag . Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar.

Heildarviðskipti með hlutabréf í október í Kauphöllinni námu 41,1 milljarði króna, eða tæplega 1,8 milljörðum á dag . Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar.

Viðskiptin eru samkvæmt yfirlitinu, 13% meiri en mánuðinn á undan, en í september námu viðskipti með hlutabréf tæplega 1,6 milljörðum á dag.

Séu viðskiptin hinsvegar borin saman við sama tíma á síðasta ári, þá er um 29% samdrátt á milli ára að ræða.

Mest viðskipti í október voru með bréf Marel, eða 6,8 milljarðar. Næst mest viðskipti voru með bréf Haga, eða 4,6 milljarðar. Þar á eftir kom N1 með 4,2 milljarða.

Úrvalsvísitalan Kauphallarinnar hækkaði um 1,1% milli mánaða.

Í lok október voru hlutabréf 23 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga nú 978 milljörðum króna, samanborið við 1.002 milljarða í september.