[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 29.-36. sæti á +3 höggum eftir fyrsta hring á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Leikið er í Marokkó og komast 36 efstu kylfingarnir eftir fjóra hringi, og þær sem verða jafnar 36.

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 29.-36. sæti á +3 höggum eftir fyrsta hring á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Leikið er í Marokkó og komast 36 efstu kylfingarnir eftir fjóra hringi, og þær sem verða jafnar 36. sæti, áfram á lokastig úrtökumótsins. Guðrún fékk tvo fugla en fimm skolla.

* Ari Freyr Skúlason , landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp mark Lokeren í 1:1-jafntefli við Anderlecht á útivelli í gærkvöld, í belgísku A-deildinni. Arnar Þór Viðarsson , aðstoðarþjálfari, stýrði Lokeren í leiknum eftir að Peter Maes var rekinn, en Norðmaðurinn Trond Sollied tekur formlega við liðinu í dag.

*Bandaríska körfuboltakonan Brooke Johnson er farin frá Val eftir aðeins fimm leiki fyrir félagið, en frá þessu greindi karfan.is í gær. Johnson skoraði að meðaltali 16,5 stig og tók 9,4 fráköst. Leit er hafin að erlendum leikmanni í hennar stað.

* Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Haraldur Franklín Magnús úr GR hefja í dag leik á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Leikið er á fjórum völlum á Spáni en Haraldur Franklín leikur á Desert Springs-vellinum og Birgir Leifur á El Encin. Um það bil 20 efstu á hverjum velli ættu að komast áfram á lokastig úrtökumótsins. Birgir Leifur er eini íslenski karlkylfingurinn sem náð hefur að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en þetta er í 20. sinn sem hann tekur þátt í úrtökumótinu. Haraldur er nú með í þriðja sinn.