Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) á í viðræðum við stjórnvöld og hefur fengið kynningu á hugmyndum þeirra um starfsgetumat, að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ. Hún segir að öryrkjum lítist ekki á hugmyndirnar.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) á í viðræðum við stjórnvöld og hefur fengið kynningu á hugmyndum þeirra um starfsgetumat, að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ. Hún segir að öryrkjum lítist ekki á hugmyndirnar.

ÖBÍ bíður nú eftir fundi með velferðarráðuneytinu og ætlar að sjá hvað þar verður lagt á borðið. „Við erum öll af vilja gerð að vinna með stjórnvöldum að góðum málum,“ sagði Þuríður. „Það má ekki verða svo að öryrkjar og fatlað fólk verði framfærslulaust ef það fær ekki vinnu. Ef stjórnvöld meina eitthvað með því að örorkulífeyrisþegar fari meira út á vinnumarkað þá verður að afnema krónu á móti krónu skerðinguna.“