Djass Molino á sviði.
Djass Molino á sviði.
Íslensk-hollenska hljómsveitin Molino heldur þrenna tónleika hérlendis næstu daga. Í kvöld kl. 21 í Kvartýra N°49, annað kvöld kl. 21 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og á sunnudag kl. 18 í Iðnó á Reykjavík Music Market.

Íslensk-hollenska hljómsveitin Molino heldur þrenna tónleika hérlendis næstu daga. Í kvöld kl. 21 í Kvartýra N°49, annað kvöld kl. 21 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og á sunnudag kl. 18 í Iðnó á Reykjavík Music Market. „Hljómsveitin var stofnuð 2011 sem nútímadjasslúðrasveit,“ segir í tilkynningu frá Matthíasi Sigurðssyni klarínettuleikara sem er í forsvari fyrir sveitina. Með honum leika tónlistarmenn frá Þýskalandi, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og Hollandi.

Molino hefur víða komið fram og vann nýverið The Records-verðlaunin sem styrkti sveitina til upptöku á annarri plötu sinni.