Ástarsaga Úr pólsk-frönsku kvikmyndinni Zimna wojna, eða Kalt stríð eins og hún heitir á íslensku.
Ástarsaga Úr pólsk-frönsku kvikmyndinni Zimna wojna, eða Kalt stríð eins og hún heitir á íslensku.
Bohemian Rapsody Kvikmynd um bresku hljómsveitina Queen, sem segir frá sveitinni allt frá stofnun fram að þeim tíma er hún var orðin ein vinsælasta hljómsveit heims undir forystu söngvarans Freddy Mercury. Leikstjórar eru Dexter Fletcher og Bryan...
Bohemian Rapsody

Kvikmynd um bresku hljómsveitina Queen, sem segir frá sveitinni allt frá stofnun fram að þeim tíma er hún var orðin ein vinsælasta hljómsveit heims undir forystu söngvarans Freddy Mercury.

Leikstjórar eru Dexter Fletcher og Bryan Singer. Með aðalhlutverk fara Rami Malek, Aidan Gillen og Lucy Boynton. Metacritic: 49/100

Cold War

Ástarsaga sem gerist í kalda stríðinu á sjötta áratugnum í Póllandi, Berlín, Júgóslavíu og París og segir af karli og konu af ólíkum uppruna. Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu og hlaut leikstjórinn, Pawel Pawlikowski, leikstjórnarverðlaun.

Aðalleikarar eru Joanna Kulig, Tomasz Kot og Borys Szyc.

Metacritic: 90/100

The Nutcracker

and the Four Realms

Ævintýra- og fjölskyldumynd í leikstjórn Lasse Hallström og Joe Johnston sem byggist að hluta á Hnotubrjótnum. Hin unga Clara sækist eftir einstökum lykli sem opnað getur kassa með ómetanlegri gjöf frá móður hennar heitinni.

Aðalleikarar eru Mackenzie Foy, Keira Knightley og Morgan Freeman. Metacritic: 37/100

Blindspotting

Collin og Miles eru æskuvinir og starfa sem flutningamenn í gamla hverfinu sínu. Collin er á skilorði og óvæntur atburður veldur því að Collin brýtur útivistarbannið. Þá reynir á vináttu þeirra Miles. Leikstjóri er Carlos López Estrada og með aðalhlutverk fara Daveed Diggs og Rafael Casal.

Metacritic: 76/100