Trompbragð Bessa.

Trompbragð Bessa. A-Allir

Norður
ÁDG7
D95
K8762
2

Vestur Austur
1085 642
8 KG73
G95 Á10
ÁG8653 KD94

Suður
K93
Á10642
D43
107

Suður spilar 4.

Þegar menn eru í stuði er óhætt að yfirmelda um kóng eða svo. Sigurbjörn Haraldsson var í miklu stuði í deildakeppninni um helgina. Hann sat í suður og skaut inn 1 við opnun austurs á Standard-laufi. Vestur hindraði í 3 og Jón Baldursson í norður lauk sögnum með 4. Tígull út, sem austur tók með ás og skipti yfir í kóng og drottningu í laufi. Hugmynd austurs var að veikja trompið í borði og reyna þannig að tryggja sér tvo slagi á bólginn fjórlitinn. Það tókst ekki.

Bessi trompaði og fór út með hjartadrottningu – kóngur, ás og ÁTTA. Nú var Bessi orðinn sannfærður um að austur ætti fjórlit í trompi. Hann tók á D og spilaði spaða fjórum sinnum! Tilgangurinn var að stytta sig heima. Austur kaus að henda laufi í fjórða spaðann og Bessi henti tígli. Hann trompaði svo tígul, spilaði hjarta á níuna og lagði upp – átti eftir 106 yfir 73 austurs.