Sýn Útlit er fyrir að EBITDA Sýnar hf. verði undir áður uppgefnum horfum.
Sýn Útlit er fyrir að EBITDA Sýnar hf. verði undir áður uppgefnum horfum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. sendi í gær frá sér tilkynningu um að útlit væri fyrir að EBITDA félagsins yrði undir uppgefnum horfum félagsins.

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. sendi í gær frá sér tilkynningu um að útlit væri fyrir að EBITDA félagsins yrði undir uppgefnum horfum félagsins. Kemur fram í tilkynningu félagsins að þriðji ársfjórðungur 2018 hafi reynst undir væntingum, einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutningi starfsmanna og eininga. „Almennt má segja að breytingar á horfum ársins séu tengdar meiri kostnaði og fjárfestingum í tengslum við sameininguna en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir, auk nýtilkominnar veikingar íslensku krónunnar,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir einnig að stjórnendur félagsins telji ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum fyrir árin 2019 og 2020, þar sem margar aðgerðir séu í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróunar.