Meðal mála sem afgreidd voru á fundi Rannsóknanefndar samgönguslysa í vikunni var olíuleysi smábáts frá Vestfjörðum tvo daga í röð í febrúar síðasta vetur. Í báðum tilvikum fengu skipverjar aðstoð frá björgunarskipi.

Meðal mála sem afgreidd voru á fundi Rannsóknanefndar samgönguslysa í vikunni var olíuleysi smábáts frá Vestfjörðum tvo daga í röð í febrúar síðasta vetur. Í báðum tilvikum fengu skipverjar aðstoð frá björgunarskipi. Af 24 málum um atvik á sjó, sem fengu lokaafgreiðslu á fundinum, var atvikalýsing í 11 tilvikum: „Vélarvana og dreginn til hafnar“.

Fram kemur í rannsóknaskýrslu um atvik er fyrrnefndur smábátur varð olíulaus á Vestfjarðamiðum að bilun hafi verið í dælubúnaði á bryggjunni sem orsakaði að aðeins lítið magn af olíu dældist á tankinn, en byssan stoppaði síðan dælingu.

Skipverjar fylgdust ekki með því hvað fór á tankinn, en töldu að olíutankurinn væri fullur þar sem dælan sló af sér. Einnig kemur fram að olíumælir í bátnum var bilaður.

„Orsök olíuleysisins er gáleysi skipstjóra,“ segir í nefndaráliti. aij@mbl.is