Veðurstofa Íslands varar við ferðalögum vegna veðurs um helgina og þá sérstaklega til fjalla. Er viðvörunin í gildi frá laugardegi fram yfir hádegi á sunnudag.

Veðurstofa Íslands varar við ferðalögum vegna veðurs um helgina og þá sérstaklega til fjalla. Er viðvörunin í gildi frá laugardegi fram yfir hádegi á sunnudag. Aðfaranótt laugardags gengur í norðaustan 15-23 m/s á Norðurlandi, á Vestfjörðum og á Austurlandi.

Ásamt hvassviðrinu er spáð snjókomu og skafrenningi og því viðbúið að skyggni verði mjög lélegt. Má gera ráð fyrir slyddu eða rigningu á láglendi fyrir austan. Verður því varhugavert ferðaveður á öllu svæðinu á þessum tíma og er sérstaklega tekið fram að veður til rjúpnaveiða verði sérlega slæmt.