Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Sigurði Inga Jóhannssyni um hvort íslenska ríkið kannaði möguleika þess að segja sig úr Alþjóðapóstsambandinu líkt og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur sagt bandarísk stjórnvöld stefna nú að.

Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Sigurði Inga Jóhannssyni um hvort íslenska ríkið kannaði möguleika þess að segja sig úr Alþjóðapóstsambandinu líkt og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur sagt bandarísk stjórnvöld stefna nú að. Sú ráðstöfun myndi binda enda á gríðarlegar niðurgreiðslur við kostnað póstsendinga frá Kína hingað til lands og annarra þróaðra ríkja en þær hafa stóraukist með aukinni netverslun um allan heim.

„Við fylgjumst náið með og vonum að úrsögnin hraði því að jafnvægi náist varðandi póstsendingar frá t.d. Kína. Ég hyggst taka þetta til umræðu á vettvangi samstarfsráðherra Norðurlanda,“ segir Sigurður Ingi.