Skrúfa Simone Biles skrifaði sig á spjöld sögunnar á heimsmeistaramótinu í Katar í gær þegar hún vann þrettándu gullverðlaun sín á HM í fimleikum.
Skrúfa Simone Biles skrifaði sig á spjöld sögunnar á heimsmeistaramótinu í Katar í gær þegar hún vann þrettándu gullverðlaun sín á HM í fimleikum. — AFP
Fimleikakonan Simone Biles skrifaði sig í sögubækurnar á heimsmeistaramótinu í Katar í gær þegar hún varð heimsmeistari í stökki en Biles hefur nú orðið heimsmeistari 13 sinnum á ferlinum, oftar en nokkur annar í íþróttagreininni.

Fimleikakonan Simone Biles skrifaði sig í sögubækurnar á heimsmeistaramótinu í Katar í gær þegar hún varð heimsmeistari í stökki en Biles hefur nú orðið heimsmeistari 13 sinnum á ferlinum, oftar en nokkur annar í íþróttagreininni.

Biles er einungis 21 árs gömul en gullið í gær var hennar þriðja á mótinu í ár. Vitaly Scherbo frá Hvíta-Rússlandi átti gamla metið sem hafði staðið frá árinu 1996. Þá fékk Biles einnig silfurverðlaun í gær á tvíslá og var þetta hennar sautjándi verðlaunapeningur á heimsmeistaramóti en Rússinn Svetlana Khorkina á metið; 20 verðlaun á heimsmeistaramóti.

Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem Biles tekur þátt á síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem hún vann fern gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Biles vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í greininni árið 2013, þá 16 ára gömul, á heimsmeistaramótinu í Antwerpen í Belgíu. Biles hefur æft fimleika frá sex ára aldri en hún átti erfiða æsku og gátu foreldar hennar ekki séð um hana sökum fíkniefnaneyslu. Biles flakkaði á milli fósturheimila áður en afi hennar ættleiddi hana árið 2000. bjarnih@mbl.is