Jón Eðvald Friðriksson
Jón Eðvald Friðriksson
Jón Eðvald Friðriksson, fram-kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, hefur látið af störfum, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Við stöðu framkvæmdastjóra í hans stað tekur Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri.

Jón Eðvald Friðriksson, fram-kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, hefur látið af störfum, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Við stöðu framkvæmdastjóra í hans stað tekur Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri.

Í tilkynningunni segir að Jón Eðvald hafi starfað hjá félaginu í 22 ár, eða frá 1. ágúst 1996, og stýrt þar kröftugri uppbyggingu þess og daglegum rekstri af mikilli elju, eins og það er orðað í tilkynningunni.

Fyrrverandi bæjarstjóri

Jón Eðvald, sem er 64 ára gamall, starfaði áður meðal annars sem rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en þar áður að eigin atvinnurekstri á Sauðárkróki. Enn fremur var Jón Eðvald bæjarstjóri á Ólafsfirði í nokkur ár og einnig sveitarstjóri Skútustaðahrepps. tbj@mbl.is