Lundúnaborg á því herrans ári 1928, þegar drátturinn fór fram.
Lundúnaborg á því herrans ári 1928, þegar drátturinn fór fram.
„Fróðir menn segja: Ef þú hefir sjeð London þá hefir þú sjeð heiminn.“ Þetta var fullyrt í auglýsingu með hálfgerðu stríðsletri sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins fyrir réttum 90 árum, 4. nóvember 1928.

„Fróðir menn segja: Ef þú hefir sjeð London þá hefir þú sjeð heiminn.“ Þetta var fullyrt í auglýsingu með hálfgerðu stríðsletri sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins fyrir réttum 90 árum, 4. nóvember 1928. Á þeim tíma skrapp landinn vitaskuld ekki á hverjum degi til útlanda, hvað þá til London. „Það er mikill sannleikur í þessu,“ hélt auglýsandinn, Knattspyrnufjelag Reykjavíkur, áfram. „Stórkostleg hlutavelta verður haldin í dag í stórhýsi að Þormóðsstöðum við Skerjafjörð. (Gengið fram hjá Loftskeytastöðinni suður fyrir Grímstaðaholtið. – 15 mínútna gangur úr miðbænum). Hlutaveltan hefst kl, 2 e. h. Margir afskaplega spennandi drættir. Þar á meðal einn sem gildir alla leið suður til Lundúnaborgar og aftur heim til gamla Fróns. Þá er ferð upp til skýja með flugvjelinni næsta sumar.“ Almennilegt að bjóða upp á flug heim líka.

Ekki nóg með það. „Hvað segið þjer um það að fá fyrir 50 aura Ljósakrónu, sem er 75 króna virði, eða þá kol í tonnatali; tunnu fulla af olíu, hvort heldur þjer viljið Mjallhvít eða Sunnu.“

Drátturinn kostaði aðeins 50 aura og inngangur sama. Eftir hlutaveltuna átti að vera dans, veitingar, gosdrykkir og fleira.