— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Síðdegis í gær byrjuðu starfsmenn Mjólkursamsölunnar að dreifa mjólk í svonefndum fullveldisfernum. Á fernunum, sem eru með jólasvip, eru sex útgáfur texta og mynda um markverða atburði á fullveldisárinu 1918, svo sem Kötlugosið og frostaveturinn mikla.

Síðdegis í gær byrjuðu starfsmenn Mjólkursamsölunnar að dreifa mjólk í svonefndum fullveldisfernum. Á fernunum, sem eru með jólasvip, eru sex útgáfur texta og mynda um markverða atburði á fullveldisárinu 1918, svo sem Kötlugosið og frostaveturinn mikla. „Fróðleiksmolarnir verða á mjólkurfernunum fram að áramótum og við vonum að fólk verði fróðara um þetta merkisár í Íslandssögunni,“ sagði Guðný Steinsdóttir, sölustjóri MS, þegar þau Hermann Erlingsson, vöruhússtjóri fyrirtækisins, og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri fullveldisnefndar, sem er lengst til hægri á myndinni, skoðuðu fyrstu fernurnar.

„Fernurnar eru skemmtilegur miðill til að miðla fróðleik,“ sagði Ragnheiður Jóna, sem minnir á að 1. desember nái dagskrá fullveldisársins hámarki. sbs@mbl.is