— Morgunblaðið/Sverrir
3. nóvember 1660 Kötlugos hófst með „langvaranlegum jarðskjálfta“ og jökulhlaupi. Þessi „mikli skaðaeldur,“ eins og Fitjaannáll nefndi hann, sást víða um land fram á vetur. 3.

3. nóvember 1660

Kötlugos hófst með „langvaranlegum jarðskjálfta“ og jökulhlaupi. Þessi „mikli skaðaeldur,“ eins og Fitjaannáll nefndi hann, sást víða um land fram á vetur.

3. nóvember 1960

Tollgæslan lagði hald á mikið af smyglvarningi í Lagarfossi, m.a. 2.160 brjóstahaldara, 720 pör af nælonsokkum og 528 sokkabuxur. Morgunblaðið spurði: „Smyglhringur að verki?“

3. nóvember 1968

Alþýðubandalagið var stofnað sem stjórnmálaflokkur, en það hafði starfað síðan í apríl 1956. Flokkurinn varð hluti af Samfylkingunni árið 2000.

3. nóvember 2013

Þýska rafhljómsveitin Kraftwerk hélt tónleika með þrívíddarsýningu í Hörpu. „Einstök upplifun í Eldborg,“ sagði Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson