Enda þótt þeir búi við fimbulkulda á norðurhjara veraldar láta íbúar í þorpinu Ittoqqortoormiit á Grænlandi það ekki stöðva sig í að hengja út þvottinn. Og það um hávetur.
Enda þótt þeir búi við fimbulkulda á norðurhjara veraldar láta íbúar í þorpinu Ittoqqortoormiit á Grænlandi það ekki stöðva sig í að hengja út þvottinn. Og það um hávetur. Hermt er að þvotturinn verði svo harður í kuldanum að hæglega megi rota mann með honum; jafnvel ísbjörn, en þeir kíkja reglulega í heimsókn þarna í fásinninu. Hvað sem því líður er þvottasnúra þessi vegleg og augljóslega vel að henni staðið á alla lund. Ætli þetta sé mögulega nyrsta þvottasnúra í heimi? Hver veit?