Níels Hafstein
Níels Hafstein
Safnasafnið, Alþýðulistasafn Íslands, stendur fyrir málþingi í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 13-16. Yfirskrift þess er Frá jaðri til miðju og verður á því fjallað um þróun íslenskrar alþýðulistar og stöðu hennar í dag.

Safnasafnið, Alþýðulistasafn Íslands, stendur fyrir málþingi í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 13-16. Yfirskrift þess er Frá jaðri til miðju og verður á því fjallað um þróun íslenskrar alþýðulistar og stöðu hennar í dag.

Níels Hafstein, myndlistarmaður og safnstjóri Safnasafnsins, flytur erindi um íslenska alþýðulist, þróun hennar og stöðu á heimsísu, Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður segir frá Safnasafninu og Margrét M. Norðdahl myndlistarmaður fjallar um hugtök og aðgengi í listheiminum og segir frá verkum bandarísku listakonunnar Judith Scott og frá verkum GÍU, Gígju Thoroddsen og Guðrúnar Bergsdóttur. Fleiri flytja erindi og Unnar Örn J. Auðarson myndlistarmaður verður fundarstjóri og haldnar verða pallborðsumræður.