Súrkál
Súrkál — Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir
Dagný segir að pæklaður rauðlaukur sé góður með taco, hamborgurum eða alvöru grilluðum kjötpylsum. Líka sé hægt að setja hann út í salöt eða í flest það sem gott er að setja ferskan lauk í.

Dagný segir að pæklaður rauðlaukur sé góður með taco, hamborgurum eða alvöru grilluðum kjötpylsum. Líka sé hægt að setja hann út í salöt eða í flest það sem gott er að setja ferskan lauk í.

450 g laukur í sneiðum eða bitum

50-100 g rauðrófa í þunnum sneiðum

2 stykki stjörnuanís (má sleppa)

3% saltpækill

Skerið rauðlaukinn í sneiðar svo hann sé í fallegum hringjum eða skerið hann í teninga. Sneiðið rauðrófuna þunnt, hún er fyrst og fremst með til að gefa fallega bleikan lit. Setjið rauðrófusneið neðst í krukkuna og bætið svo við kryddi og lauk og endið á því sem eftir er af rauðrófusneiðum. Hellið pæklinum yfir, þekið vel og fergið. Komið krukkunni fyrir á diski og látið gerjast við stofuhita í 1-3 vikur. Geymist mánuðum saman í kæli.