Curtido er hér lengst til hægri.
Curtido er hér lengst til hægri. — Ljósmynd/Gunnar Sverrisson og H
Curtido er súrkál ættað frá El Salvador. Blandan er vinsæl enda er curtido hreinlega gott með öllu. Dagný segir að ef ætlunin sé að frelsa einhvern sem sé illa við súrkál mæli hún með því að bjóða viðkomandi curtido að smakka.

Curtido er súrkál ættað frá El Salvador. Blandan er vinsæl enda er curtido hreinlega gott með öllu. Dagný segir að ef ætlunin sé að frelsa einhvern sem sé illa við súrkál mæli hún með því að bjóða viðkomandi curtido að smakka. Hún segir það vera sérlega gott með kasjúhnetusmjöri ofan á t.d. maískexi. Þar að auki sé það gullfallegt og minni frekar á frískandi salat en það súrkál sem flestir þekkja.

1,5 kg hvítkál

150 g rauð paprika

100 g gulrót

100 g laukur

10 g hvítlaukur

1 msk. þurrkað óreganó

½ msk. Gochugaru-chiliflögur

½ tsk. broddkúmen

30-35 g salt

Geymið eitt til tvö heil kálblöð, skerið kálhöfuðið í fernt og fjarlægið stilkinn. Skerið hvítkálið í fína strimla, paprikuna í bita og gulræturnar í þunnar sneiðar. Saxið laukinn smátt og kremjið hvítlaukinn. Setjið allt grænmetið í stóra skál ásamt kryddi og salti. Blandið vel og látið standa þar til grænmetið fer að svitna og nuddið þá og hnoðið þar til vökvinn flæðir úr grænmetinu. Færið nú blönduna yfir í krukku, þekið með kálblaðinu og fergið. Gætið þess að vökvinn hylji grænmetið. Komið krukkunni fyrir á diski og látið gerjast í 3-4 vikur við stofuhita. Geymist mánuðum saman í kæli.

Curtido er oft orðið mjög bragðgott eftir 7-10 daga en verður enn betra ef það fær að gerjast í 3-4 vikur.