[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
25 árum eftir að lagið „Unchained Melody“ kom út með The Righteous Brothers fór sú útgáfa í toppsæti breska vinsældalistans. Nánar tiltekið á þessum degi árið 1990.
25 árum eftir að lagið „Unchained Melody“ kom út með The Righteous Brothers fór sú útgáfa í toppsæti breska vinsældalistans. Nánar tiltekið á þessum degi árið 1990. Ástæðan fyrir þessum gríðarlegu vinsældum var kvikmyndin Ghost sem kom út um þessar mundir. Myndin skartaði stórleikurunum Demi Moore og Patrick Swayze og heyrðist lagið í henni. Það var samið af Alex North og Hy Zaret og er eitt af vinsælustu tökulögum 20. aldarinnar en til eru yfir 500 útgáfur af því á fjölmörgum mismunandi tungumálum.