Íslensk fyrirtæki bjóða upp á safakúra sem fólk notar til að skera út fasta fæðu um lengri eða skemmri tíma.
Íslensk fyrirtæki bjóða upp á safakúra sem fólk notar til að skera út fasta fæðu um lengri eða skemmri tíma. — Ljósmynd/Gló
Fyrsta skref í hverju átaki felst í að losna við þann vökva sem maður hefur safnað utan á sig að óþörfu. Svo tekur „harðari“ vinna við sem felst í að brenna fitu og auka vöðvamassa.

Fyrsta skref í hverju átaki felst í að losna við þann vökva sem maður hefur safnað utan á sig að óþörfu. Svo tekur „harðari“ vinna við sem felst í að brenna fitu og auka vöðvamassa. Það tekur meiri tíma og krefst af augljósum ástæðum meiri þolinmæði.

En það eru til ýmsar leiðir sem fólk notar til að auka brennslu, keyra þyngdina hraðar niður en tækist með óbreyttu mataræði og jafnvel að „hreinsa“ líkamann, eins og það er gjarnan orðað.

Mig langar meðan á átakinu stendur að prófa leiðir í þessum efnum. Vandinn er sá að þær eru æði margar og ef maður vafrar um hið víðáttumikla internet dregur síst úr valkvíðanum.

Af þeim sökum leita ég nú á náðir lesenda. Hvaða leiðir hafa þeir prófað sem virka og virka ekki? Eru það föstur eða fitusnauður matur, djúskúrar eða grænmetisfæði sem hafa dugað fólki best? Hvet ég lesendur til að senda mér línu með upplýsingum þar um. Það er von mín að einhverjar aðferðir af þessu tagi haldi mér á tánum og brjóti upp vanafestuna sem ég hef áður gert að umtalsefni í þessum pistlum. Viðjar vanans eru mesta hindrunin á leið til betri heilsu.