Barningur Sólveig Lára Kristjánsdóttir reynir að brjóta sér leið í gegnum vörn Aftureldingar.
Barningur Sólveig Lára Kristjánsdóttir reynir að brjóta sér leið í gegnum vörn Aftureldingar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrvalsdeildarlið KA/Þór slapp með skrekkinn í gær þegar liðið heimsótti fyrstudeildarlið Aftureldingar á Varmá í 1. umferð bikarkeppni kvenna í handknattleik. KA/Þór vann nauman sigur, 26:25, en staðan í hálfleik var 11:11.

Úrvalsdeildarlið KA/Þór slapp með skrekkinn í gær þegar liðið heimsótti fyrstudeildarlið Aftureldingar á Varmá í 1. umferð bikarkeppni kvenna í handknattleik. KA/Þór vann nauman sigur, 26:25, en staðan í hálfleik var 11:11.

Sólveig Lára Kristjánsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með tólf mörk en Þóra Sigurjónsdóttir var atkvæðamest í liði Aftureldingar með tíu.

Þá vann Selfoss fimm marka sigur gegn fyrstudeildarliði Fjölnis í Grafarvogi, 33:28. Perla Ruth Albertsdóttir fór mikinn í liði Selfyssinga og var markahæst með átta mörk en Elísa Ósk Viðarsdóttir skoraði mest í liði Fjölnis eða sex mörk.

Í Árbænum tók fyrstudeildarlið Fylkis á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar en Garðbæingar þurftu framlengingu til þess að leggja lið Fylkis. Leiknum lauk með eins marks sigri Stjörnunnar, 25:24, en Stefanía Theodórsdóttir skoraði sjö mörk í liði Stjörnunnar og var markahæst Garðbæinga. Hjá Fylkiskonum var Elín Rósa Magnúsdóttir atkvæðamest með átta mörk. bjarnih@mbl.is