Rob Halford púllar leðrið.
Rob Halford púllar leðrið. — AFP
Leður Rob Halford er meiri leðurtöffari en Freddie heitinn Mercury. Þetta fullyrðir K.K. Downing, fyrrverandi gítarleikari Judas Priest, í nýlegri bók, þar sem svonefndur rokkaðall lætur gamminn geisa um hið goðsögulega rokkband Queen.
Leður Rob Halford er meiri leðurtöffari en Freddie heitinn Mercury. Þetta fullyrðir K.K. Downing, fyrrverandi gítarleikari Judas Priest, í nýlegri bók, þar sem svonefndur rokkaðall lætur gamminn geisa um hið goðsögulega rokkband Queen. „Þetta er ein besta spurning sem ég hef fengið um dagana,“ segir Downing. „Munurinn er sá að þetta varð ímynd og varanlegt lúkk hjá Rob meðan Freddie gerði þetta meira sér til gamans og yndisauka.“ Halford, söngvari Judas Priest, er samkynhneigður, eins og Mercury, en beið lengi með að koma út úr skápnum af ótta við að það færi illa í aðdáendur sveitarinnar, líkt og Mercury. Halford og Mercury var ágætlega til vina en náðu aldrei að syngja saman. Judas Priest er væntanleg til Íslands eftir áramót.