Nýtt hverfi Við Hraunbæ-Bæjarháls er áformað að reisa allt að 200 íbúðir.
Nýtt hverfi Við Hraunbæ-Bæjarháls er áformað að reisa allt að 200 íbúðir. — Tölvuteikning/A2F arkitektar
Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Íbúðafélaginu Bjargi lóð og byggingarrétti á reit sem liggur við Hraunbæ-Bæjarháls. Byggingarrétturinn heimilar byggingu fjögurra fjölbýlishúsa með samtals 99 íbúðum. Byggingarnar, með bílageymslum, verða alls 11.

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Íbúðafélaginu Bjargi lóð og byggingarrétti á reit sem liggur við Hraunbæ-Bæjarháls. Byggingarrétturinn heimilar byggingu fjögurra fjölbýlishúsa með samtals 99 íbúðum. Byggingarnar, með bílageymslum, verða alls 11.674 fermetrar að flatarmáli.

Á þessum nýja byggingarreit í Árbæjarhverfi er gert ráð fyrir að byggt verði rúmlega 28 þúsund fermetra húsnæði með um 200 íbúðum alls. Um að ræða tveggja til fimm hæða byggingar.

Bjarg greiðir 428 milljónir fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjald. Greiðsla fyrir byggingarréttinn gengur til uppgjörs á 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar til byggingar íbúða á grundvelli laga frá 2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúða auk sameignar á kostnaðarverði til Félagsbústaða hf., sem sér um rekstur og umsýslu almennra félagslegra leiguíbúða Reykjavíkurborgar.

Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

sisi@mbl.is