Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verður einn af andstæðingum Íslands á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku í janúar.

Aron Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verður einn af andstæðingum Íslands á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Aron þjálfar lið Barein sem er með Íslandi í riðli á HM og nú liggur fyrir að Barein kemur hingað til lands um jólin og spilar tvo leiki í Laugardalshöllinni. Fyrst gegn B-landsliði Íslands föstudagskvöldið 28. desember en síðan mætast A-lið Íslands og Barein á sunnudeginum 30. desember. Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, var einmitt þjálfari Bareinmanna á undan Aroni og þeir fengu silfur á Asíumótinu undir hans stjórn.

Eftir þessa leiki heldur íslenska landsliðið til Noregs þar sem það mætir Noregi, Brasilíu og Hollandi á alþjóðlega mótinu Gjendsidige Cup dagana 3. til 6. janúar en heldur síðan 9. janúar til München þar sem riðill Íslands er leikinn. Þar eru Króatar fyrstu mótherjarnir föstudaginn 11. janúar. vs@mbl.is