Viola Davis í góðum gír á rauða dreglinum.
Viola Davis í góðum gír á rauða dreglinum. — AFP
Kvikmyndir Leikkonan Viola Davis er mjög stolt af nýjustu mynd sinni, Widows, sem fjallar um nokkrar ekkjur sem leggja á ráðin um rán eftir að eiginmenn þeirra týna lífi við sams konar iðju.
Kvikmyndir Leikkonan Viola Davis er mjög stolt af nýjustu mynd sinni, Widows, sem fjallar um nokkrar ekkjur sem leggja á ráðin um rán eftir að eiginmenn þeirra týna lífi við sams konar iðju. Það er þó ekki söguþráðurinn sem slíkur sem stendur upp úr í huga Davis, heldur það að hún, þeldökk kona, leikur ástina í lífi Liams Neeson, hvítrar kvikmyndastjörnu. „Hann er ekki þrælahaldari og ég er ekki vændiskona. Við erum bara ástfangið par þar sem húðlitur skiptir engu máli. Þetta sáuð þið ekki í gær í kvikmyndum og sjáið þetta ekki á morgun. Hvers vegna?“ spyr Davis í samtali við BBC.