Gert er ráð fyrir því að allt að 500 íbúðir sem sérstaklega eru hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði byggðar á sjö mismunandi reitum í Reykjavíkurborg á næstu árum, en borgin mun úthluta lóðum til framkvæmdaaðila á föstu verði, sem er 45.

Gert er ráð fyrir því að allt að 500 íbúðir sem sérstaklega eru hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði byggðar á sjö mismunandi reitum í Reykjavíkurborg á næstu árum, en borgin mun úthluta lóðum til framkvæmdaaðila á föstu verði, sem er 45.000 krónur á hvern fermetra ofanjarðar, auk gatnagerðargjalda, nema annars sé getið.

Reykjavíkurborg auglýsti fyrr á þessu ári eftir hugmyndum að samstarfsaðilum til að þróa og hanna hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufunesi, í Bryggjuhverfinu, við Sjómannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði, en deiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið.