[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tónlistarmaðurinn og matgæðingurinn Pétur Jónsson tísti á @senordonpedro.

Tónlistarmaðurinn og matgæðingurinn Pétur Jónsson tísti á @senordonpedro. „Það eru núna tíu ár síðan ég tók þá ákvörðun, geðheilsu minnar vegna, að horfa ekki á íslenskar fréttir og umræðuþætti sem snúast um það að etja fólki með mjög ólíkar skoðanir saman til að rífast og þrasa án þess að það geti mögulega leyst neitt. Sé ekki eftir neinu.“

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur @saevarhb tísti um nýjan vef sinn auroraforecast.is:

„Þá er þetta litla, fallega barn loksins farið í loftið. Ef þið eruð með ferðafólk í heimsókn, þá ætti þetta að vera fyrsta stopp í upplýsingaleit um norðurljós,“ skrifaði hann en þarna er hægt að skoða norðurljósaspár á þægilegan hátt.

Fréttakonan Birta Björnsdóttir @birtabjoss birti mynd á Twitter af manni að spila á píanó á flugvelli: „Á Gardermoen-flugvellinum geta fingrafimir skemmt sjálfum sér og öðrum með píanóleik á meðan beðið er. Það eru til mjög margar verri hugmyndir.“